Rafræn athugun
Því miður kom upp villa við að senda.
Reyndu aftur síðar.
Spurt og svarað
Hvað getur gerst?
Ef keðja af óhagstæðum aðstæðum á sér stað er mögulegt að einstök tæki ofhitni. Þetta getur leitt til þess að sumir einstakir sagir loga og brjótast út í eldi í sumum tilvikum. Þetta þýðir að - jafnvel þó engin slík skýrsla hafi borist okkur enn sem komið er - undir mjög óhagstæðum kringumstæðum gæti eldur myndast sem gæti einnig náð til annarra hluta og breiðst út. Til að ná yfir og tryggja vernd neytenda og til þess að koma í veg fyrir tjón á lífi og útlimum munum við framkvæma viðgerðir.
Yfirleitt getur ofhitnun aðeins átt sér stað ef varan er tengd við rafmagn, þ.e.a.s. það er í sambandi. Þannig getur hin öryggisgallaða Kapex sög yfirleitt verið notuð áfram með varúðarráðstöfunum. Það er mikilvægt að hún sé aðeins í sambandi við rafmagn svo lengi sem þetta er bráðnauðsynlegt fyrir notkun hennar. Ennfremur verður að fylgjast með söginni á því tímabili sem hún er tengd í rafmagn, sem og skömmu síðar, til að útiloka þann möguleika að það muni kvikna í henni án eftirtektar. Með réttri notkun verður engin tafarlaus hætta fyrir hendi. Engu að síður verður að gera við tækið af öryggisástæðum. Þetta þjónar öryggi viðskiptavina okkar og þriðja aðila sem gætu orðið fyrir öryggisáhættu.
Er þetta öryggisvandamál?
Já.
Ef keðja af óhagstæðum aðstæðum á sér stað er mögulegt að einstök tæki ofhitni. Þetta getur leitt til þess að sumar einstakar sagir loga og eldur kviknað í sumum tilvikum. Þetta þýðir að - jafnvel þó engin slík skýrsla hafi borist okkur enn sem komið er - undir mjög óhagstæðum kringumstæðum gæti eldur myndast sem gæti einnig náð til annarra hluta og breiðst út. Til að ná yfir og tryggja vernd neytenda og til þess að koma í veg fyrir tjón á lífi og útlimum munum við framkvæma viðgerðir.
Yfirleitt getur ofhitnun aðeins átt sér stað ef tækið er tengt við rafmagn, þ.e. í sambandi. Þannig getur hin öryggisgallaða Kapex sög yfirleitt verið notuð áfram með varúðarráðstöfunum. Það er mikilvægt að hún sé aðeins í sambandi við rafmagn svo lengi sem þetta er bráðnauðsynlegt fyrir notkun hennar. Ennfremur verður að fylgjast með söginni á því tímabili sem hún er tengd í rafmagn, sem og skömmu síðar, til að útiloka þann möguleika að það muni kvikna í henni án eftirtektar. Með réttri notkun verður engin tafarlaus hætta fyrir hendi. Engu að síður verður að gera við tækið af öryggisástæðum. Þetta þjónar öryggi viðskiptavina okkar og þriðja aðila sem gætu orðið fyrir öryggisáhættu.
Um hversu mikla hættu er að ræða?
Líkurnar eru mjög litlar - þrátt fyrir það, þá tökum við enga áhættu þegar kemur að heilsu viðskiptavina okkar. Öryggi tækjanna okkar, og þar með líka einstaklinganna í kringum sagirnar, er í hæsta forgangi hjá okkur. Í vafatilvikum viljum við frekar gefa út viðvörun og gera þessum viðskiptavinum af sjálfsdáðum tilboð um að skipta út íhlutinum sem um ræðir án endurgjalds og gera öryggisskoðun á söginni.
Get ég notað KAPEX án neinnar hættu?
Já. Vinsamlegast taktu hana út sambandi eftir notkun og fylgstu með öryggisráðstöfunum.
Hvaða sagir eru haldnar öryggisgalla?
Sagirnar KS 88 og 120 sem framleiddar voru á tímabilinu 2007- 02/2010, og eru þar af leiðandi orðnar meira en tíu ára gamlar. Vegna langs líftíma tækja okkar, gerum við ráð fyrir að margar Mitre sagir séu enn í notkun. Við leggjum mikla áherslu á mikil gæði og öryggi viðskiptavina okkar. Við munum því gera við þessi tæki án endurgjalds og án tafar.
Hafa þegar orðið slys?
Eða eldsvoðar?
Nei. Við höfum eingöngu fengið vitneskju um tjón á einstaka tækjum sem við höfum að sjálfsögðu bætt að fullu.
Í skilningi fyrirbyggjandi neytendaverndar og til að koma í veg fyrir mögulegt tjón og meiðsl og jafnvel hættu sem steðjar að lífi og heilsu höfum við ákveðið að lagfæra öll tækin sem um ræðir.
Öryggi tækjanna okkar og þar með viðskiptavina okkar gengur alltaf fyrir.
Er ný KAPEX eða aðrar KAPEX með öðru númeri/framleiddar á öðru tímabili líka haldnar öryggisgöllum?
Nei. Aðeins Mitre sagirnar KS 88 og 120 sem voru framleiddar á tímabilinu 2007-02/2010, og eru þar af leiðandi orðnar meira en 10 ára gamlar, geta verið haldnar öryggisgalla. Þú getur með einföldum hætti greint þessi tæki á vefsíðu okkar (www.festool.com/retrofit) samkvæmt rað- og hlutanúmerum þeirra.
Hvernig virkar þetta? Hvernig mun sögin mín komast á verkstæði og til baka? Hvað þarf ég að gera? Hversu langan tíma tekur það? Get ég sent sögina til endursöluaðilans? Mun þetta kosta mig eitthvað?
Það segir sig sjálft að við viljum gera þetta eins einfalt fyrir þig og mögulegt er. Við erum þess vegna að setja upp þjónustuteymi, sérstaklega fyrir þig.
Þú getur gert ráð fyrir því að við munum gera við sögina þína frá og með miðjum febrúar.
Við munum skipuleggja viðgerðartíma fyrir þig svo þú þurfir ekki að bíða lengi eftir söginni þinni.
Við munum senda þér umbúðarefni ef þörf krefur sem þú getur sett KAPEX í þar til hún er sótt.
Við munum leitast við að sjá til þess að gert sé við sögina þína og að hún yfirgefi fyirtækið okkar aftur innan 48 klukkutíma.
Við tökum að sjálfsögðu á okkur kostnað vegna sendingar og lagfæringar að meðtöldum nauðsynlegum varahlutum. Við framkvæmum öryggisprófunina einnig endurgjaldslaust.
Í hverju felst lagfæringin?
Auðvitað munum við skipta um hlutina sem verða fyrir áhrifum og gera við sögina þína svo hægt sé að nota hana og geyma án takmarkana. Á sama tíma munum við nýta tækifærið til að framkvæma stutta öryggisathugun á söginni þinni.
Get ég fundið hverja og eina gallaða sög með að leita eftir Hluta- og raðnúmerum?
Já, á vefsíðunni.
ÞARF ég að senda sögina mína til ykkar þrátt fyrir að hún virki?
Jafnvel þó ég fylgi öryggistilkynningunni?
Já. Það er mjög nauðsynlegt fyrir vernd lífs og líkama, jafnvel þó svo að framfylgt sé öryggistilkynningunni.
Hversu lengi mun innköllunin standa yfir?
Við ábyrgjumst ávallt öll Festool-tæki gagnvart endanlegum kaupendum.
Af þessum sökum verður endurgjaldslaus lagfæring í boði í ótakmarkaðan tíma.